31. mar. 2010

Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjum

EU_minniStuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjunum. Ráðstefna í Salnum Kópavogi fimmtudaginn 15. apríl og föstudaginn 16. apríl 2010. Á ráðstefnunni verður fjallað um stuðning ESB við efnahags- atvinnulíf í aðildarríkjunum og aðgerðir til að auka samkeppnishæfni svæða.

Meðal umfjöllunarefna er hlutverk stuðningskerfa SEB á sviði byggðamála og atvinnuuppbyggingar, s.s. innan sjávarútvegs og landbúnaðar, með áherslu á nýsköpun, menntun og markvissa áætlanagerð. Beint verður sjónum að svæðisbundnum samstarfsáætlunum og stefnu ESB um atvinnuþróun, félagslega samstöðu og uppbyggingu mannauðs í dreifbýli og þéttbýli.

Dagskrá ráðstefnunnar.

Ráðstefnustjóri verður Ágúst Hjörtur Ingþórsson, forstöðumaður Rannsóknaþjónustu HÍ.

Góðfúslega tilkynnið þátttöku á netfangið skraning@utn.stjr.is eða í síma 545 9968
fyrir lok mánudagsins 12. apríl nk.

Erindi eða glærur fyrirlesara, auk vefupptaka af ráðstefnunni og samantekt á íslensku, verða að henni lokinni að finna á vef utanríkisráðuneytisins.

Sækja dagskrá ráðstefnu á pdf sniði.