31. mar. 2010

Ráðið í starf félagsþjónustufulltrúa sambandsins

GydaGengið hefur verið frá ráðningu Gyðu Hjartardóttur í starf félagsþjónustufulltrúa sambandsins og mun hún hefja störf í maímánuði. Gyða hefur undanfarin tíu ár starfað sem félagsmálastjóri í Sandgerðisbæ, sem undanfarin ár hefur verið í samstarfi við sveitarfélögin Garð og Voga um framkvæmd félagsþjónustu og barnaverndarmála. Jafnframt hefur Gyða verið stundakennari við félagsvísindadeild Háskóla Íslands.

Félagsþjónustufulltrúi mun starfa náið með hinni nýju félagsþjónustunefnd sambandsins og sinna margvíslegum verkefnum á sviði félagsþjónustu og velferðamála sem sveitarfélögin sinna, þ.á m. yfirfærslu þjónustu við fatlaða og aldraða til sveitarfélaga.

Starfið var auglýst laust til umsóknar í febrúar og sóttu 24 um starfið.