29. júl. 2015

Frá Brussel til Breiðdalshrepps, upplýsingarit Brussel-skrifstofu (sumar 2015) er komið út

Frá Brussel til Breiðdalshrepps, sumar 2015 , upplýsingarit skrifstofu sambandsins í Brussel um helstu nýmæli hjá ESB og EFTA sem snerta sveitarfélög er nú komið út. Upplýsingunum hefur verið skipt niður eftir efnisköflum þannig að það sé aðgengilegt fyrir stjórnendur á einstökum sviðum sveitarfélaga að nálgast upplýsingar um sín svið, s.s. um  kjara- og vinnumarkaðsmál, félags- og mannréttindamál, innri markaðinn og samkeppnismál, umhverfis- og úrgangsmál, viðfangsefni EFTA og stefnumótun og stofnanauppbyggingu ESB. Þá er einnig að finna í ritinu skýringar á hlutverkum Evrópustofnana, skammstöfunum og sértækum heitum sem notuð eru yfir Evrópumál. Í  ritinu er einnig að finna fjölda tengla á skjöl og heimasíður þar sem nálgast má nánari upplýsingar um einstök mál.  Vakin er athygli á því að með því að smella á einstök kaflaheiti í skjalinu flyst lesandinn beint á viðkomandi kafla.

Upplýsingaritið kemur út tvisvar á ári en áhugasömum um Evrópumál einnig bent á  fréttasíðu Brussel-skrifstofunnar  og að skrá sig á póstlista sambandsins um efnið til að fá sendar beint fréttir af nýmælum.