#MeToo málefnum hvergi nærri lokið

Skipaður hefur verið aðgerðarhópur á vegum Velferðarráðuneytisins til að fylgja eftir þeim aðgerðum á vinnumarkaði sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.

Skipaður hefur verið aðgerðahópur á vegum velferðarráðuneytisins til að fylgja þeim aðgerðum á vinnumarkaði eftir, sem miða að því að koma í veg fyrir einelti, kynferðislegt og kynbundið áreiti og ofbeldi á vinnustöðum.

Fær aðgerðahópurinn til úrvinnslu hugmyndir sem settar hafa verið fram á vinnufundum breiðs hóps úr atvinnulífinu um úrbætur, s.s. fræðslu til fyrirtækja, upplýsingavef um málefnið og leiðbeiningar til stjórnenda vegna stefnumótunar og aðgerða á vinnustöðum.

Aðgerðahópurinn kom svo nýverið saman og vann að útfærslum. Næsti fundur fer fram í upphafi næsta árs og verður þá metið hvernig til hefur tekist af hálfu þeirra vinnuhópa sem skipaðir hafa verið af opinberum aðilum á þessu sviði.

Eftirtaldir aðilar skipa aðgerðahóp velferðarráðuneytisins vegna #MeToo og krefjast þess að gripið verði til aðgerða gegn öllu einelti og áreiti á vinnustöðum: Jafnréttisstofa, ASÍ, BSRB, BHM, KÍ, Samtök atvinnulífsins, fjármálaráðuneytið, Félag forstöðumanna ríkisins, VIRK, Félagi kvenna í atvinnulífinu, Samband íslenskra sveitarfélaga, Bjarkarhlíð, Kvenréttindafélag Íslands, Sálfræðingafélag Íslands, Félag mannauðsstjóra og Vinnueftirlitið.

Fulltrúi sambandsins í aðgerðahópnum er Bjarni Ómar Haraldsson.

20180910_153425Ljósmynd af fundi hópsins sem fór fram 11. sept. sl.  í Guðrúnartúni 1.