24. apr. 2015

Staðsetning ríkisstarfa

  • SIS_Stjornsysla_sveitarfel_760x640

Byggðastofnun hefur látið gera könnun á staðsetningu ríkisstarfa miðað við áramótin 2013/2014. Helstu niðurstöður hennar eru að þau stöðugildi sem greidd voru í gegnum Fjársýsluna og stöðugildi á vegum opinberra hlutafélaga voru samtals 18.718. Ef horft er á fjölda stöðugilda á vegum stofnana og aðila sem njóta framlaga frá ríkinu til starfsemi sinnar þá bætast við 3.865 stöðugildi og þar með eru stöðugildin alls 22.584 um áramótin 2013/2014. Þarna er verið að „víkka út“ skilgreininguna á hvað er talið með sem ríkisstörf.

Stöðugildi kvenna voru 14.141 og stöðugildi karla 8,425.

Frekari upplýsingar um könnunina má finna á heimasíðu Byggðastofnunar.

Hér má sjá kort og töflu með upplýsingum úr könnuninni:

http://www.byggdastofnun.is/static/files/kort/landshlutaskipting-rikisstarfa-2014.jpg