25. sep. 2014

Stefnumótunarvinna á landsþingi

Um 250 sveitarstjórnarmenn og starfsmenn sveitarfélaga vinna nú að því á XXVIII. landsþingi sambandsins að móta stefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga til næstu fjögurra ára. Mikil vinna liggur að baki stefnumótuninni sem verður samþykkt á lokadegi landsþingsins á morgun.

Umræðuhóparnir eru fjórir:

 1. Sveitarfélögin inn á við og út á við.

  Sveitarfélögin og sveitarstjórnarstigið; samskipti ríkis og sveitarfélaga; lýðræði og kosningalöggjöfin; byggðamál og svæðasamvinna sveitarfélaga; alþjóðamál.


 2. Traustur grundvöllur.

  Fjármál og tekjustofnar sveitarfélaga; Jöfnunarsjóður sveitarfélaga; efnahagssamráð og kostnaðarmat; upplýsingagjöf sveitarfélaga; atvinnumál; vinnumarkaðsmál.


 3. Velferðin í öndvegi.

  Fræðslu- og uppeldismál; félagsþjónusta; jafnréttis- og mennréttindamál; húsnæðismál; æskulýðs- og íþróttamál.


 4. Tengsl manna og umhverfis.

  Skipulags- og byggingarmál; sjálfbær þróun og umhverfismál; samgöngur og fjarskipti; brunamál og almannavarnir.