31. jan. 2014

Dagur leikskólans 2014

  • dagur_leikskolans-1

Fimmtudaginn 6. febrúar nk. verður dagur leikskólans haldinn hátíðlegur í leikskólum landsins í sjöunda sinn, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Leikskólar landsins hafa á undanförnum árum haldið upp á dag leikskólans með margbreytilegum hætti og þannig stuðlað að jákvæðri umræðu um leikskólastarfið.

Dagur leikskólans er samstarfsverkefni Félags leikskólakennara, Félags stjórnenda leikskóla, mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka heimilis og skóla.

Í tilefni dagsins verður viðurkenningin Orðsporið veitt í annað sinn. Félagar í Félagi leikskólakennara og Félagi stjórnenda leikskóla gafst kostur á að tilnefna einstakling, kennarahóp, verkefni, leikskóla, stefnumótun, foreldrasamstarf, forvarnir, sveitarfélag eða annað sem vel hefur verið gert og er til fyrirmyndar í leikskólastarfi og aðkomu að því. Valnefnd var skipuð fulltrúum samstarfsaðila um dag leikskólans og mun borgarstjóri afhenda viðurkenninguna á degi leikskólans.

Allir sem koma að málefnum leikskólans á einn eða annan hátt, eru hvattir til að halda degi leikskólans á lofti og fylgjast vel með starfsemi leikskólanna þennan dag.

Látum dag leikskólans verða okkur hvatning til að kynna okkur það mikilvæga starf sem þar fer fram.