30. jan. 2014

Upplýsinga- og umræðufundur

um stöðuna á flutningi málefna fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga

  • PPP_PRD_132_3D_people-Puzzle

Samband íslenskra sveitarfélaga boðar til upplýsinga- og umræðufundar um stöðuna í yfirfærslunni á málefnum fatlaðs fólks frá ríki til sveitarfélaga.

Markmið fundarins er að fara yfir stöðuna í endurmati á fjárhagslegum og faglegum forsendum yfirfærslunnar, með sérstakri áherslu á fasteignamál og búsetuþjónustu.

Dagskrá fundarins og skráning

Fundurinn verður haldinn á Grand hóteli í Reykjavík, fundarsalnum Hvammi, föstudaginn 14. febrúar 2014 kl. 10:00 – 15:10.

Fundurinn er haldinn af Sambandi íslenskra sveitarfélaga í samvinnu við Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Á fundinum verða m.a. innlegg frá verkefnisstjórn um endurmatið, og veitt yfirlit um fjárhagslegar forsendur yfirfærslunnar hvað varðar þróun tekna og gjalda.

Þá verða kynntar niðurstöður úr spurningakönnun sem sambandið stóð fyrir á liðnu ári, þar sem leitað var eftir afstöðu stjórnenda á þjónustusvæðunum til þess hvernig forsendur yfirfærslunnar hefðu gengið eftir.

Ennfremur verða innlegg frá þjónustusvæðum um þróun búsetuþjónustu og uppbyggingu fasteignamála.

Fundurinn er vettvangur fyrir upplýsingamiðlun um yfirfærsluna við upphaf þess árs þar sem endurmat á verkefninu mun fara fram en jafnframt er lögð áhersla á að fram fari almennar umræður og skoðanaskipti.

Til fundarins eru boðaðir félagsmálastjórar og stjórnendur þjónustusvæða, auk framkvæmdastjóra og fjármálastjóra sveitarfélaga. Forsvarsmenn landshlutasamtaka og byggðasamlaga eru einnig boðaðir. Auk þess munu taka þátt í fundinum fulltrúar úr nefndum og ráðum sem koma að málaflokknum og yfirfærslunni.

Endanleg dagskrá fundarins verður kynnt í viku 4 en viðtakendur eru hvattir til þess að taka daginn frá. Stefnt er að því að senda fundinn út á netinu.