22. jan. 2014

Vinnufundur Skólamálanefndar

  • IMG_0640

Skólamálanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga hélt dagslangan vinnufund í Nauthóli 21. janúar sl. ásamt skólateymi sambandsins.

Viðfangsefni dagsins lutu að endurskoðun á áherslum sambandsins í skólamálum, niðurstöðum PISA, Námsgagnastofnun, formlegu samstarfi við Menntavísindasvið Háskóla Íslands, starfsemi og áherslum fagsráðs um símenntun og starfsþróun, talþjálfunarmálum grunnskólabarna og stöðu kjarasamningsviðræðna við grunnskólakennara. Allar fundargerðir skólamálanefndar eru aðgengilegar á vef sambandsins eftir að þær hafa verið lagðar fram til kynningar í stjórn þess.

Skólamálanefndina skipa: Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri, Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs, Kristín Hreinsdóttir, fv. framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands og Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík. Hlutverk nefndarinnar er að vera stjórn og starfsmönnum sambandsins ráðgefandi í skóla- og fræðslumálum.

Skólamálanefnd sambandsins

Skólamálanefnd sambandsins á vinnufundi 21. janúar 2014. Á myndinni eru frá vinstri: Kristín Hreinsdóttir fv. framkvæmdastjóri Skólaskrifstofu Suðurlands, Ragnar Þorsteinsson, fræðslustjóri í Reykjavík, Helga Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi Fljótsdalshéraðs, Gunnar Gíslason fræðslustjóri á Akureyri, Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi sambandsins, Guðjón Bragason, sviðsstjóri lögfræði- og velferðasviðs sambandsins, Þóra Björg Jónsdóttir lögfræðingur á lögfræði- og velferðarsviði sambandsins og sérfræðingarnir Bjarni Ómar Haraldsson, Klara E. Finnbogadóttir og Valgerður F. Ágústsdóttir sem öll starfa hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Á myndina vantar Gunnar Einarsson, bæjarstjóra í Garðabæ.