13. jan. 2014

Starfsmaður fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara

  • skoli

Starf umsjónamanns fagráðs um símenntun og starfsþróun kennara er laust til umsóknar, en fagráðið er sameiginlegur vettvangur ráðuneytisins, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Kennarasambands Íslands og háskóla sem skipuleggja kennaramenntun. Starfsvettvangur starfsmannsnis er innan Mennta- og menningarmálatráðuneytisins. Um er að ræða tímabundið 50% starf.

Fagráðið greinir þarfir skólasamfélagsins fyrir símenntun og starfsþróun kennara í leikskólum, grunnskólum og framhaldsskólum, miðlar upplýsingum og setur fram hugmyndir um mótun stefnu.  Starfsmaðurinn þarf að hafa kennaramenntun og hafa starfað að skólamálum. Hann þarf að hafa þekkingu á starfsþróun kennara og reynslu af stefnumótun. Lögð er áhersla á að viðkomandi búi yfir þekkingu og hæfni í öflun, greiningu og miðlun upplýsinga. Starfið krefst frumkvæðis, sjálfstæðis í vinnubrögðum, skipulagshæfni, auk færni í að tjá sig í ræðu og riti. Viðkomandi þarf að vera jákvæður, fær og lipur í mannlegum samskiptum og reiðubúinn að takast á við krefjandi verkefni. Gerð er krafa um ritfærni og góða kunnáttu í íslensku, ensku og einu Norðurlandamáli.

  • Laun greiðast samkvæmt gildandi kjarasamningum Félags háskólamenntaðra starfsmanna Stjórnarráðsins.
  • Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á postur@mrn.is.
  • Umsóknarfrestur er til 3. febrúar nk.
  • Nánari upplýsingar um starfið veitir Sigurjón Mýrdal, deildarstjóri í mennta- og menningarmálaráðuneytinu.