08. jan. 2014

Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar

  • Trompetleikari_litil

Málþing verður haldið 24. janúar nk. um „Hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. Málþingið er haldið í samstarfi Félags tónlistarskólakennara, Listaháskóla Íslands og Sambands íslenskra sveitarfélaga og fer fram í Hannesarholti, Grundarstíg 10 og hefst kl. 9:45. Málþingið er öllum opið.

Fyrri hluti málþingsins er í formi stuttra erinda þar sem valdir aðilar velta fyrir sér og ræða „hlutverk tónlistarskóla í skóla framtíðarinnar“. Eftir hádegi mun Sævar Kristinsson, stefnumótunarráðgjafi, stýra málstofu þar sem lagt verður út af framsöguerindum.

Skráning fer fram í gegnum netfangið sigrun@ki.is eða í síma 595-1111 fyrir 22. janúar nk. Þátttökugjald er 6.000 kr. og greiðist við skráningu á reikning Kennarasambands Íslands: 516-26-9297 kt. 501299-3329. Vinsamlegast setjið „nafn þátttakanda og FT“ sem skýringu á greiðslu.