25. jún. 2013

Halldór Halldórsson kjörinn forseti sveitarstjórnarvettvangs EFTA

  • Halldor_Halldorsson

Á sjöunda fundi Sveitarstjórnarvettvangs EFTA  sem fram fór í Noregi 20.–21. júní sl. var Halldór Halldórsson, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga körinn forseti vettvangsins og Hilde Onarheim frá Noregi, varaforseti.

Vettvangurinn tók til starfa árið 2010 til að gæta hagsmuna sveitarstjórnarstiganna í EES EFTA löndunum gagnvart ESB. Í honum eiga sæti allt að sex kjörnir fulltrúar á sveitarstjórnarstigi frá Noregi og Íslandi. Samband íslenskra sveitarfélaga, Reykjavíkurborg og landshlutasamtök sveitarfélaga tilnefna fulltrúa af hálfu Íslands.