22. maí 2013

Kjarasamningur og vinnumarkaður á Norðurlöndum

  • Kynning-vinnumarkadur

Fulltrúar heildarsamstaka á almennum og opinberum vinnumarkaði kynntu skýrslu vinnuhóps samtakanna um fyrirkomulag kjarasamninga á Norðurlöndum þriðjudaginn 21. maí síðastliðinn. Skýrslan er samantekt vinnuhópsins sem aflað var með heimsókn til Danmörku, Finnlands, Noregs og Svíþjóðar þar sem fundað var með fulltrúum launþegasamtaka, vinnuveitenda og embættis ríkissáttasemjara. Tilgangur þessa verkefnis var öflun upplýsinga um helstu þætti sem snerta skipulag og gerð kjarasamninga í þessum löndum. Næsta skref vinnuhópsins er að meta þessar upplýsingar og athuga hvaða fyrirmyndir gætu hugsanlega gagnast íslenskum vinnumarkaði sem stuðli að aukinni skilvirkni við gerð kjarasamninga.

Eftirtalin samtök eiga fulltrúar í framangreindum vinnuhóp: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bandalag háskólamanna, Kennarasamband Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samband íslenskra sveitarfélaga og fjármálaráðuneytið. Ríkissáttasemjari hefur einnig tekið þátt í starfi vinnuhópsins.

Skýrslu vinnuhópsins má nálgast hér að neðan. Einnig fylgir kynning Hannesar G. Sigurðssonar hjá Samtökum atvinnulífsins.