22. maí 2012

Samvinna skóla og barnaverndar

  • SIS_Felagsthjonusta_760x640

Barnaverndarstofa stendur fyrir ráðstefnu um samvinnu skóla og barnaverndar á Grand hótel Reykjavík, 29. maí 2012, klukkan 8:00-16:15. Ráðstefnan er haldin í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Samtök félagsmálastjóra, Skóla- og frístundasvið Reykjavíkur og Barnavernd Reykjavíkur.

Boðið er upp á fjarfund og er skráning á netfangið bvs@bvs.is eða í síma 530-2600 fyrir kl. 15:00 fimmtudaginn 24. maí.

Ráðstefnan fjallar um stöðu þeirra barna sem fá þjónustu í barnaverndakerfinu gagnvart skóla og menntun, ekki síst fósturbarna og barna á meðferðarheimilum, og mikilvægi samvinnu þessara kerfa. Aðalfyrirlesarar eru Bo Vinnerljung prófessor í félagsráðgjöf og sérfræðingur hjá sænska velferðarráðinu (National Board of Health and Welfare, Stockholm) og Tore Andreassen sálfræðingur við Barnaverndarstofu Noregs (Barne-, ungdoms-, og familiedirektoratet). Nokkur styttri íslensk innlegg fjalla um tækifæri og áskoranir í samstarfi barnaverndar og skóla hér á landi.

Ráðstefnan er þátttakendum að kostnaðarlausu en hádegisverðarhlaðborð kostar kr. 2.950. Skráning er á netfangið bvs@bvs.is eða í síma 530-2600 einnig þarf að skrá þátttöku vegna hádegisverðar.