11. maí 2012

Úthlutað úr Sprotasjóði

  • SIS_Skolamal_760x640

Úthlutað hefur verið úr Sprotasjóði mennta- og menningarmálaráðuneytisins fyrir skólaárið 2012-2013 og hafa allir styrkþegar fengið formlegt svarbréf.  Sprotasjóður er sameiginlegur fyrir leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Hlutverk sjóðsins er að styðja við þróun og nýjungar í skólastarfi.

Áherslusvið sjóðsins voru að þessu sinni:

  • Þróun skólanámskrár með hliðsjón af nýrri menntastefnu
  • Virkt lýðræði, mannréttindi og samskipti í skólum

Á upplýsingavef Sprotasjóðs má sjá hvernig styrkirnir dreifast á skóla og verkefni.

Úthlutun Sprotasjóðs 2012-2013