11. maí 2012

Könnun meðal skólastjóra grunnskóla á dagsetningum samræmdra könnunarprófa

  • Fyrirspurn

Á undanförnum árum hefur mennta- og menningarmálaráðuneyti og Námsmatsstofnun, sem sér um framkvæmd prófanna, fengið nokkrar kvartanir frá skólastjórum um að dagsetningar samræmdra könnunarprófa í september hafi rekist á við aðra viðburði í viðkomandi sveitarfélagi og þá fyrst og fremst réttir í dreifbýli.

Af því tilefni fór fram könnun á vegum Námsmatsstofnunar hjá skólastjórum grunnskóla á landsvísu á því hvort núverandi dagsetningar samræmdra könnunarprófa stangist á við aðra viðburði á skóladagatali. 68 svör bárust og þar af gerðu einungis níu skólastjórar athugasemdir við núverandi fyrirkomulag og töldu að betra væri að breyta dagsetningum þeirra. Í ljósi þessarar niðurstöðu telur ráðuneytið ekki ástæðu til að breyta dagsetningum samræmdra könnunarprófa enda afar erfitt að finna daga þar sem engir slíkir viðburðir eru til staðar.