21. feb. 2012

Atvinnuátakið VINNANDI VEGUR

  • vinnandiVegur_merki

VINNANDI VEGUR er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins. Ávinningur allra er hafður að leiðarljósi: Um leið og atvinnurekendum er gert kleift að nýráða starfsfólk er atvinnuleitendum gefið tækifæri til þátttöku í atvinnulífinu. Samband íslenskra sveitarfélaga er aðili að yfirlýsingu sem undirrituð var um átakið þann 16. desember 2011, sbr. frétt á heimasíðu sambandsins.


Atvinnuátakinu VINNANDI VEGUR hefur nú verið hrint í framkvæmd. Með þátttöku í VINNANDI VEGI eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda. Átakið beinir sjónum sérstaklega að einstaklingum sem hafa verið án vinnu lengur en 12 mánuði.

Átakið stendur eingöngu frá 15. febrúar til 31. maí.

Nánari upplýsingar má finna á www.vinnumalastofnun.is/vinnandivegur

Almennt gildir um átakið

  1. Ráðningartímabil átaksins er frá 15. febrúar til 31. maí.
  2. Atvinnurekandi getur fengið styrk til ráðningu á atvinnuleitanda ef með slíkri ráðningu sé sannarlega verið að fjölga starfsfólki.
  3. Tímalengd styrks er óháð þeim tíma sem atvinnuleitandi getur fengið greiddar atvinnuleysisbætur. Þannig getur atvinnurekandi fengið styrk vegna ráðningar einstaklings af atvinnuleysisskrá svo fremi sem viðkomandi hafi verið tryggður innan atvinnuleysistrygginga kerfisins þegar hann var ráðinn.
  4. Sé ráðið í hlutastarf greiðist styrkur eftir starfshlutfalli.

Um þá sem hafa verið án vinnu í 12 mánuði eða meira gildir:

Grunnbætur fylgja nýjum starfsmanni af atvinnuleysisskrá upp í kjarasamningsbundin laun óháð
bótarétti viðkomandi innan atvinnuleysistrygginga kerfisins. Atvinnurekandi fær þannig styrk
miðað við að viðkomandi sé að fullu tryggður, eða 167.176 kr. á mánuði, auk 8% framlags í
lífeyrissjóð. Tímalengd slíks ráðningarstyrks getur verið allt að 12 mánuðir.

Um þá sem hafa verið án vinnu skemur en 12 mánuði gildir:

Styrkur sem fylgir nýjum starfsmanni af atvinnuleysisskrá miðast við bótarétt viðkomandi og getur
orðið allt að 6 mánuðir.

Til að efla vinnumiðlun mun Vinnumálastofnun gera samninga við almennar ráðningarstofur
og stéttarfélög um ráðningar, samkvæmt sérstökum þjónustusamningi. Markmiðið er að
safna sem flestum störfum í miðlun fyrir atvinnumessu sem haldin verður 8. mars nk. á
höfuðborgarsvæðinu. Slíkar atvinnumessur fara einnig fram nokkru síðar í Reykjanesbæ
og á Akureyri. Á atvinnumessunum er gert ráð fyrir að sveitarfélögin verði með bása til
miðlunar, ráðgjafar og samskipta við íbúa í hópi atvinnuleitenda sem verða skylduboðaðir á
atvinnumessuna.

bordi1