21. sep. 2011

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna

  • pusl

Samráðsfundur Skipulagsstofnunar og sveitarfélaganna verður haldinn á Hótel Nature (áður Hótel Loftleiðir) í Reykjavík fimmtudaginn 6. október nk. Á fundinum verður m.a. farið yfir helstu áherslur sambandsins í skipulagsmálum og helstu verkefni á sviði skipulagsmála.

Einnig má nefna að á fundinum mun Jónas Vigfússon, sveitarstjóri Eyjafjarðarsveitar, fjalla um 39. grein skipulagslaganna sem varðar deiliskipulag á landi í einkaeign. Þá munu fulltrúar frá Reykjavikurborg fjalla um sýn borgarinnar á hverfisskipulag og skaðabótarétt lóðarhafa.

Fundurinn er ætlaður kjörnum fulltrúum og starfsmönnum sveitarfélaganna í skipulags- og byggingarmálum og er þátttakendum að kostnaðarlausu fyrir utan hádegisverð. Nánari upplýsingar um skráningu og fleira verður birt síðar á vef okkar og á vef Skipulagsstofnunar.

Útsending verður frá fundinum á vefnum. Slóðin er http://www.ustream.tv/channel/prufusending.  Vinsamlega athugið að þetta er tilraunaútsending en hægt verður að senda inn fyrirspurnir á netfangið ingibjorg@samband.is.
Við reynum að setja inn erindi frá fundinum á dagskrána hér að neðan jafnóðum og þau eru flutt þannig að hægt verði að fylgjast með.

 
Fundurinn hefst kl. 9.30 en áformað er að honum ljúki um kl. 16:00.

Dagskrá fundarins og glærur sem fluttar verða.