23. maí 2011

Námskeiðahaldi lokið - námsefni komið á vefinn

  • SIS_Lydraedi_mannrettindi_760x640

Frá því síðasta haust hefur Samband íslenskra sveitarfélaga haldið úti námskeiðum fyrir kjörna sveitarstjórnarmenn, starfsmenn sveitarfélaga og nefndamenn um hin ýmsu verkefni er varða stjórnun sveitarfélaga. Alls var boðið uppá fjögur námskeið sem haldin voru víðs vegar um land í samstarfi við landshlutasamtök sveitarfélaga.

Námskeiðin voru eftirfarandi:

Námskeiðin voru 31 í öllum landshlutum auk þess sem sent var út með fjarfundabúnaði til fjölda annarra staða. Námskeiðin sóttu 511 einstaklingar þar af voru 69% konur en 31% karlar. Almennt fengu námskeiðin, námsefnið og kennarar góða umsögn þátttakenda.

Námsefni hefur nú verið sett á vef sambandsins og má nálgast það á tenglunum hér að ofan en upplýsingar um einstök námskeið veita:

  • Anna Guðrún Björnsdóttir, námskeiðið "Að vera í sveitarstjórn"
  • Svandís Ingimundardóttir, námskeið fyrir skólanefndir
  • Gyða Hjartardóttir, námskeið fyrir félagsmálanefndir
  • Gunnlaugur Júlíusson, fjármálalegur hluti 4. námskeiðs
  • Guðjón Bragason, lagalegur hluti 4. námskeiðs
  • Inga Rún Ólafsdóttir, vinnuveitenda hluti 4. námskeiðs