23. maí 2011

Kynningarfundi um Skólavog frestað

  • SIS_Skolamal_760x640

Vegna eldgossins í Grímsvötnum neyðist Samband íslenskra sveitarfélaga til að fresta fyrirhuguðum kynningarfundi um Skólavog sem fara átti fram í Reykjavík í dag. Norskir fyrirlesarar sem áttu að koma til Íslands í gær hafa ekki komist til landsins og verður því að fresta fundinum.

Nánari upplýsingar veitir Valgerður Freyja Ágústsdóttir, valgerdur@samband.is.