16. maí 2011

Opið upp á gátt hjá ríki og sveitarfélögum

  • OpidUppAGattHaus

Ráðstefna UT-dagsins verður haldin á Hilton Nordica hóteli miðvikudaginn 25. maí nk.

Ráðstefnan er haldin í tilefni af degi upplýsingatækninnar og verður athyglinni beint að vefgáttum opinberra aðila í dagskrá dagsins. Yfirmaður Borger.dk, sem er þjónustuvefur danskra ríkisstofnana og sveitarfélaga, mun segja frá þróun hans og framtíðaráformum Dana um netþjónustu. Einnig verður sagt frá nýjungum og breytingum á Ísland.is en verkefnið fluttist til Þjóðskrár um síðustu áramót.

Opnuð verður ný Menntagátt, sagt frá framsæknum verkefnum hjá Hafnarfjarðarkaupstað og Reykjavíkurborg, fjallað um tæknina bak við tjöldin og kynnt áform um aukna samvinnu ríkis og svetiarfélaga um opinberar vefgáttir

Nánari upplýsingar og skráning er á vefsíðunni www.sky.is

OpidUppAGatt