01. apr. 2011

Ný fréttasíða Sambandsins um Evrópusamstarf og sjóði

  • eu

Alþjóðasvið Sambands íslenskra sveitarfélaga hefur ýtt úr vör nýrri undirsíðu um Evrópusamstarf og styrkjamál sem ber yfirskriftina Auglýsingar vegna sjóða ESB og óskir um samstarf. Síðuna er að finna hér.

Á síðunni verða birtar ýmsar upplýsingar um sjóði ESB ásamt óskum um samstarf sem berast frá erlendum aðilum.  Settur hefur verið upp sérstakur póstlisti á heimasíðu Sambandsins þar sem unnt er að skrá sig hafi menn áhuga á að fylgjast með tækifærum á þessu sviði.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Dögg Guðmundsdóttir, forstöðumaður Brussel-skrifstofu.