29. mar. 2011

Könnun á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka

  • SIS_Skolamal_760x640

Frá því að lög um styrki til stjórnmálasamtaka tóku gildi hefur ýmislegt breyst í hinu pólitíska umhverfi. Mikil umræða fór fram á tímabilinu um styrki til stjórnmálaflokka en markmið laganna var að auka traust á stjórnmálastarfsemi og efla lýðræðið í landinu.

Þann 7. febrúar árið 2011 sendi Samband íslenskra sveitarfélaga út spurningalista til sveitarfélaganna þar sem óskað var upplýsinga um framlög þeirra til stjórnmálasamtaka. Viðbrögð við könnuninni voru góð. Svarhlutfall var um 84% en alls svöruðu 64 sveitarfélög könnuninni og í þeim sveitarfélögum búa um 95% landsmanna.  Niðurstöður könnunarinnar leiddu í ljós að mikill munur er á greiðslum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.  Árið 2011 var til að mynda hæsta fjárhæð hjá flokknum 500-1.999 íbúa meira en fjórtán sinnum hærri heldur en lægsta fjárhæðin.

Í lögunum er tekið skýrt fram hvernig eigi að haga greiðslum til stjórnmálasamtaka. Tekið er fram að öll sveitarfélög yfir 500 íbúum þurfa að styrkja framboð í hlutfalli við atkvæðamagn og eftir seinustu breytingar á lögunum þurfa sveitarfélögin að greiða styrki árlega. Þrátt fyrir það virðist vera að sum sveitarfélög geri sér ekki grein fyrir þessum ákvæðum því þau fara ekki eftir þeim líkt og kemur fram í skýrslunni.

Könnunin var framkvæmd á rafrænu spurnarformi. Niðurstöður hennar eru birtar í meðfylgjandi skýrslu. Valur Rafn Halldórsson, starfsmaður Hag- og upplýsingasviðs sambandsins, vann könnunina.


Könnun á fjárframlögum sveitarfélaga til stjórnmálasamtaka.