Notkun fjarfundabúnaðar og ritun fundargerða sveitarstjórna

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt stjórnvalda breytingar á leiðbeiningum um ritun fundargerða og notkun fjarfundabúnaðar. Tilefni breytinganna er að Alþingi samþykkti þann 13. júní sl. breytingu á sveitarstjórnarlögum sem heimila sveitarstjórnarmönnum að taka þátt með rafrænum hætti á fundum sveitarstjórnar og nefnda og ráða á vegum sveitarfélagsins. Um slíka heimild skal kveðið í samþykkt um stjórn sveitarfélagsins.

Sambandið hvetur sveitarfélög til að kynna sér þessar breytingar og hvort tilefni sé til að senda inn umsókn og óska eftir frekari breytingum. Þannig má t.d. velta fyrir sér hvort nauðsynlegt er að hafa gerðabækur áfram, sérstaklega ef sveitarfélög eru að færa sig yfir í rafrænar undirskriftir. Einnig má velta fyrir sér hvort nauðsynlegt sé að lesa upp fundargerðir í lok funda sbr. 9. gr.  leiðbeininga um ritun fundargerða eða hvort það sé fullnægjandi að fundargerð sé lesin yfir af fundarmönnum.

Vakin er athygli á því að umsagnarfrestur er til og með 13. september næst komandi.