Norrænt samstarf í menningarmálum

Svíar, sem fara með formennsku í norrænu ráðherranefndinni, bjóða til ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9. maí nk. Lögð er áhersla á þátttöku sveitarstjórnarstigsins í ráðstefnunni.

Svíar, sem fara með formennsku í norrænu ráðherranefndinni, bjóða til ráðstefnu um norrænt samstarf í menningarmálum í Malmö 8.-9. maí nk. Lögð er áhersla á þátttöku sveitarstjórnarstigsins í ráðstefnunni.

Ráðstefnan býður upp á tækifæri fyrir þá sem hafa áhuga á norrænu menningarsamstarfi til að láta til sín heyra og hafa áhrif.

Á meðal frummælenda eru Alice Bah Kuhnke, menningarmálaráðherra Svía, Trine Skei Grande, menningarmálaráðhera Noregs, Karin Thomasson varaformaður og Marie-Louise Rönnmark, formaður menningarmálanefndar sambands sænskra sveitarfélaga og svæðisstjórna, Gunn Marit Helgesen, formaður KS, sambands norskra sveitarfélaga og svæðisstjórna og Mogens Jensen, stjórnarformaður, Benny Marcel, framkvæmdastjóri og Eline Sigfusson, aðstoðarframkvæmdastjóri Norræna menningarsjóðsins o.fl.

Jónína Erna Arnardóttir fulltrúi í sveitarstjórn Borgarbyggðar og stjórnarmaður í sambandinu mun væntanlega taka þátt í ráðstefnunni fyrir hönd Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Skráningarfrestur rennur út 1. mars nk.

Nordic-Cultural-Political-Summit-2018