Norrænt samstarf í menningarmálum í brennidepli

Sænska sveitarfélaga- og svæðasambandið, SKL, skipulagði nýlega í  tengslum við formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni ráðstefnu sem pólitískir leiðtogar á öllum stjórnsýslustigum sóttu, til að ræða framtíð norræns samstarfs í menningarmálum (multi level governance).

Sænska sveitarfélaga- og svæðasambandið, SKL, skipulagði nýlega í  tengslum við formennsku Svía í Norrænu ráðherranefndinni ráðstefnu sem pólitískir leiðtogar á öllum stjórnsýslustigum sóttu, til að ræða framtíð norræns samstarfs í menningarmálum (multi level governance).

Jónína Erna Arnardóttir, stjórnarkona hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tók af Íslands hálfu þátt í dagskrá ráðstefnunnar ásamt Önnu Kolbrúnu Árnadóttur, þingmanni norðausturkjördæmis. Þá tók Lilja Alfreðsdóttir þátt í umræðufundi norrænna menningarmálaráðherra.

Ráðstefnan stóð í tvo daga. Á meðal þess sem fjallað var um fyrri fundardaginn var framkvæmd á norrænu samstarfi í menningarmálum,  markmiðssetning innan málaflokksins og fjármögnun. Síðari daginn fóru fram panelumræður um áskoranir í menningarmálum á svæðisstjórnar- og sveitarstjórnarstigi. Í kjölfarið á þeim umræðum hófust svo vinnustofur sem unnu með staðbundnar, svæðisbundnar og landsbundnar áskoranir í menningarmálum Norðurlandanna og mögulegri úrlausn þeirra í norrænu samstarfi.

Það var svo einmitt að áðurnefndum panelumræðum sem Jónína Erna átti aðild. Hér að neðan má sjá mynd af henni ásamt þeim sem skipuðu panelinn með henni. Jónína Erna er lengst til vinstri.

Norraenn-leidtogafundur_2018