13. júl. 2015

Nefndir og starfshópar sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga

Samband íslenskra sveitarfélaga tilnefnir fulltrúa í margar nefndir og starfshópa sem tengjast félagsþjónustu sveitarfélaga. Listi yfir þessar nefndir og hópa hefur verið uppfærður á vef sambandsins og má þar sjá að sveitarfélögin hafa margvíslega snertifleti við þau verkefni sem unnið er að á vettvangi velferðarmála.

Í mörgum tilvikum snýr þessi vinna að stefnumörkun og heildstæðum tillögum um samskipti ríkis og sveitarfélaga. Þegar nefndir og starfshópar ljúka störfum birtist að öllu jöfnu frétt um það á vef sambandsins með tilvísunum á skýrslur og önnur gögn.