Þann 5 og 6. september næstkomandi verður vinnustofa um náttúrumiðaðar lausnir í vatnavistkerfum.
Markmið með henni er að kynna fyrir þátttakendum náttúrumiðaðar lausnir við framkvæmdir í vatnavistkerfum. Vinnustofan samanstendur af fyrirlestrum og feltferð þar sem þrír staðir í Reykjavík og Borgarfirði verða skoðaðir. Feltferðin er einstakt tækifæri til þess að skoða og ræða praktískar útfærslur á náttúrumiðuðum lausnum með erlendum og innlendum sérfræðingum.
Vinnustofan er dyggilega studd af fjölmörgum aðilum og er aðgangur ókeypis en innifalið eru einnig hádegismatur báða daga og rútuferð seinni daginn. Miðafjöldi er takmarkaður og við hvetjum fólk því að skrá sig og taka þar með frá sæti.
Allar frekari upplýsingar er að finna á Facebook síðu viðburðarins.