12. apr. 2019

Námskeið um opinber innkaup

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Ríkiskaup námskeið um opinber innkaup sveitarfélaga. Námskeiðið er fyrir starfsmenn sveitarfélaga og kjörna fulltrúa og fer það fram á Grand hóteli þann 6. maí kl. 10:00-15:30. 

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa sveitarfélög fyrir breytt landslag samfara gildistöku laga um opinber innkaup, en lögin taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí nk.

Á meðal framsögumanna eru Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur hjá sambandinu, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögmaður og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Lilja Ástudóttir verkefnastjóri og Dagmar Sigurðardóttir sviðsstjóri hjá Ríkiskaupum.