Námskeið um opinber innkaup

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa sveitarfélög fyrir breytt landslag samfara gildistöku laga um opinber innkaup, en lögin taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí nk.

Samband íslenskra sveitarfélaga heldur í samstarfi við Ríkiskaup námskeið um opinber innkaup sveitarfélaga. Námskeiðið er fyrir starfsmenn sveitarfélaga og kjörna fulltrúa og fer það fram á Grand hóteli þann 6. maí kl. 10:00-15:30.

Námskeiðinu er ætlað að undirbúa sveitarfélög fyrir breytt landslag samfara gildistöku laga um opinber innkaup, en lögin taka að fullu gildi gagnvart sveitarfélögum 31. maí nk.

Á meðal framsögumanna eru Bryndís Gunnlaugsdóttir, lögfræðingur hjá sambandinu, Eyþóra Kristín Geirsdóttir, lögmaður og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir hjá Reykjavíkurborg og Lilja Ástudóttir verkefnastjóri og Dagmar Sigurðardóttir sviðsstjóri hjá Ríkiskaupum.