Miklar hækkanir lægstu launa í nýjum kjarasamningi sambandsins við SGS

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Að auki er Lífskjarasamningurinn forsenda fyrir verulega auknum húsnæðisstuðningi til tekjulágra sem ríki og sveitarfélög hafa staðið fyrir undanfarið, og mun aukast næstu ár. Til viðbótar er samningurinn grundvöllur lægri skattheimtu á lægstu laun, sem þegar er komin til framkvæmda að hluta. Áhrif Lífskjarasamningsins á aukinn kaupmátt lægstu launa eru gríðarlega jákvæð og er því mikilvægt að standa vörð um hann sem fyrirmynd annarra kjarasamninga.

Samband íslenskra sveitarfélaga leggur Lífskjarasamninginn, sem gerður var á almennum markaði á síðasta ári, algjörlega til grundvallar í kjaraviðræðum við stéttarfélög enda hefur hann þegar skapað skilyrði til lægri vaxta og minni verðbólgu. Að auki er Lífskjarasamningurinn forsenda fyrir verulega auknum húsnæðisstuðningi til tekjulágra sem ríki og sveitarfélög hafa staðið fyrir undanfarið, og mun aukast næstu ár. Til viðbótar er samningurinn grundvöllur lægri skattheimtu á lægstu laun, sem þegar er komin til framkvæmda að hluta. Áhrif Lífskjarasamningsins á aukinn kaupmátt lægstu launa eru gríðarlega jákvæð og er því mikilvægt að standa vörð um hann sem fyrirmynd annarra kjarasamninga.

Kjarasamningur Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsgreinasambandið (SGS), sem samþykktur var í gær með 80% greiddra atkvæða, er gerður á grundvelli Lífskjarasamningsins á almennum vinnumarkaði. Kjarasamningurinn gildir frá 1. janúar 2020 til 30. september 2023. SGS samanstendur af 17 stéttarfélögum innan ASÍ. Þá gerði Samband íslenskra sveitarfélaga sambærilegan samning við Verkalýðsfélag Akraness, byggðan á Lífskjarasamningnum, í lok janúar sl.

Allt að 30,3% hækkun lægstu launa

Hækkun taxtalauna án persónuálags er 90.000 kr. á tímabilinu 1. janúar 2020 til 31. desember 2022. Lægstu laun hækka hlutfallslega mest eða um allt að 30,3%. Meðalgrunnlaun á stöðugildi félagsmanna aðildarfélaga SGS hækka á þessu tímabili úr 352.510 kr. í 447.461 kr. Á grunnlaun leggst áfram persónuálag sem er að meðaltali 8%. Að teknu tilliti til persónuálags verða meðallaun á stöðugildi frá 1. janúar 2022 því 483.581 kr.

Hér á eftir má sjá dæmi um breytingu á byrjunarlaunum tveggja algengra starfa.

Dæmi um hækkun launa skv. nýgerðum kjarasamningi   

 Starfsheiti Lfl. Byrjunarlaun
1. janúar 2020
Laun
1. janúar 2022
Með 8% meðal-persónuálagi 2022
Aðstoð í eldhúsi/mötuneyti, ræsting 117 297.045 kr.   387.045 kr.  418.009 kr.
Starfsmaður/leiðbeinandi í leikskóla 125 324.215 kr. 414.215 kr. 447.352 kr.

Þegar endurnýjaður kjarasamningur á almennum vinnumarkaði liggur fyrir á árinu 2022, tekur launatafla kjarasamningsins við SGS breytingu til samræmis við hækkun kauptaxta á almennum vinnumarkaði og gildir frá 1. janúar 2023 til 30. september 2023.

Með kjarasamningi þessum eru einnig tekin markviss skref til styttingar vinnutíma starfsmanna sveitarfélaga. Þessi breyting getur gefið starfsfólki sem ekki er í fullu starfi tækifæri til að skila áfram sama vinnuframlagi með samsvarandi hækkun starfshlutfalls og þar með að hækka laun sín enn frekar.