Mikilvægt að horft sé til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna

Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga bókaði eftirfarandi á fundi sínum í dag vegna umræðna um kjarasamninga og forsendur fjárhagsáætlana:

Í ljósi efnahagsþróunar telur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að mikilvægt sé að horft verði til samstillts átaks til að kveða niður verðbólguna. Komi til þess þá er sambandið tilbúið til að koma að slíku átaki.