Mikill meirihluti tónlistarkennara samþykktu nýjan kjarasamning

Tæplega 73% aðildarfélaga í Félagi kennara og stjórnenda í tónlistarskólum samþykktu nýjan kjarasamning sem skrifað var undir þann 11. janúar sl.

Kjörsókn var um 54% og voru niðurstöður þær að:

  • Já sögðu 190 eða 72,52%
  • Nei sögðu 56 eða 21,37%
  • Auðir 16 eða 6,11%
  • Á kjörskrá voru 481
  • Atkvæði greiddu 262 eða 54.47%

Gildistími kjarasamningsins er frá 1. janúar 2022 til 31. mars 2023.