26. sep. 2018

MeToo snýst ekki um flokkapólitík heldur um að breyta samfélaginu saman

  • Img_9889

MeToo snýst ekki um flokkapólitík. MeToo snýst um viljann til að taka höndum saman og breyta samfélaginu til hins betra, sagði Heiða Björg Hilmisdóttir í ávarpi sínu á setningu XXXII. landsþings Sambands íslenskra sveitarfélaga, sem stendur yfir í Hofi, Akureyri. 

Í ávarpi sínu beindi Heiða Björg sjónum að MeToo og áhrifum þess á sveitarstjórnarstigi. Sagði hún m.a. að samfélagið hefði sýnt sig vanhæft til að takast á við kynbundið ofbeldi, áreitni og valdníðslu. Það væri mikilvægt verkefni fyrir sveitarstjórnir að breyta þessum veruleika og gera það jafnframt auðvelt fyrir fólk að stíga fram og fá aðstoð sé á því brotið. Þá kom Heiða Björg jafnframt inn á samþykkt og álitin norm og nauðgunarmenningu.  

Hættum að laga konur. Lögum samfélagið!

Þau verkefni sem bíði úrlausna sveitarstjórna eru því ærin. Einnig séu nú dæmi um, að karlar hafi tvíeflst og nýti MeToo-umræðuna til þess að ná fyrri valdastöðu með því að gera meira grín og enn minna úr konunum. Minnti Heiðar Björg þannig á, að karlarnir verði að koma með í MeToo vinnuna eigi hún að skila tilætluðum árangri.