25. ágú. 2016

Mat og mælingar á árangri skólastarfs

Vegur til farsældar?

Samband íslenskra sveitarfélaga, Skólastjórafélag Íslands, Háskóli Íslands og Menntamálastofnun boða til ráðstefnu sem ber yfirskriftina Mat og mælingar á árangri skólastarfs: Vegur til farsældar?

Tilgangur ráðstefnunnar er að draga fram ólík sjónarmið um það hvernig best megi efla gæði íslenska menntakerfisins. Fjallað verður um atriði á borð við:
  • gott skólastarf,
  • matsaðferðir og mælikvarða,
  • alþjóðlegar kannanir og fleiri hugtök sem tengjast umræðunni.

Ráðstefnugjaldið er 4000 kr.

Staður og stund

Ráðstefnan verður haldin þriðjudaginn 20. september 2016 og hefst kl. 13:00 í Súlnasal Hótel Sögu, Radison BLU.

Myllumerki ráðstefnunnar á Twitter verður #gæðiskóla. Smelltu hérna og fylgstu með.

Hægt verður að fylgjast með útsendingu frá ráðstefnunni á slóð sem sem sett verður inná á vef ráðstefnunnar.

Dagskrá

Paulo Santiago, Senior Anlyst in the OECD Directorate for Education and Skills

Þorlákur Axel Jónsson, lektor við Háskólann á Akureyri

Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið Háskóla Íslands

Þórdís H. Ólafsdóttir, verkefnisstjóri/kennsluráðgjafi um bættan námsárangur á Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar

Björk Ólafsdóttir, matssérfræðingur á Menntamálastofnun

Samantekt:
Ingileif Ástvaldsdóttir og Jón Torfi Jónasson

Ráðstefnustjóri:
Svandís Ingimundardóttir, skólamálafulltrúi Sambands íslenskra sveitarfélaga