Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni

Mannfjöldaspá Byggðastofnunar 2021-2070 á sveitarfélagagrunni hefur verið gefin út.

Um er að ræða niðurbrot mannfjöldaspár Hagstofu Íslands á sveitarfélög og er þetta í þriðja sinn sem Byggðastofnun gefur út mannfjöldaspá með þessum hætti. 

Mannfjöldaspáin er gerð með mannfjöldalíkani Byggðastofnunar sem er slembilíkan og byggir á hlutlægum aðferðum og notast eingöngu við söguleg gögn, þ.e. engar forsendur eru fyrirfram gefnar og hvergi er notast við sérfræðiálit. Mannfjöldalíkan Byggðastofnunar byggir því á því „að fram haldi sem horfir“. Niðurstöður mannfjöldaspárinnar eru settar fram sem meðaltal og 80% spábil 10.000 slembiúrtaka líkansins og skalað við miðspá Hagstofu Íslands.