Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir málþingi um loftslagsmál fimmtudaginn 28. mars nk. á Grand hóteli Reykjavík. Um yfirgripsmikið málþing er að ræða þar sem fjallað verður um stöðu loftslagsmála hér á landi á breiðum grunni.
Samband íslenskra sveitarfélaga gengst fyrir málþingi um loftslagsmál fimmtudaginn 28. mars nk. á Reykjavík Natura hóteli. Um yfirgripsmikið málþing er að ræða þar sem fjallað verður um stöðu loftslagsmála hér á landi á breiðum grunni.
Framsögumenn málþingsins eru úr hópi fræðimanna, stjórnenda eða stjórnmálamanna, allt eftir viðfangsefni hverju sinni. Málþingið stendur daglangt eða frá kl. 10:00 til kl. 16:00 og verður því skipt upp í fjóra mismunandi hluta.
Þrír fyrstu hlutanir nefnast Inngangserindi, Landið, hafið og athafnir manna og Sveitarfélög, úrgangur og samgöngur. Fjórði og síðasti hlutinn snýr svo að framtíðinni og verða tveir valinkunnir málþingsgestir beðnir um að segja frá því sem þeir taka með sér heim að málþingi loknu.
Á meðal framsögumanna má nefna Aldísi Hafsteinsdóttur, formann Sambands íslenskra sveitarfélaga, Guðmund Inga Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, Dag B. Eggertsson borgarstjóra og Ásthildi Sturludóttur, bæjarstjóra Akureyrarbæjar. Þá taka einnig til máls Halldór Þorgeirsson, formaður loftslagsráðs, Guðmundur H. Sigurðsson, framkvæmdastjóri Vistorku á Akureyri og Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, en af þeim ríkisstofnunum sem taka þátt í málþinginu má nefna Veðurstofu Íslands, Skipulagsstofnun og Landgræðsluna.
Málþingsstjórn hefur verið falin Kristínu Lindu Árnadóttur, forstjóra Umhverfisstofnunar, og Bjarna Jónssyni, sveitarstjórnarmanni í Sveitarfélaginu Skagafirði.