Málþing í tengslum við leiðtogafund Evrópuráðsins í Reykjavík

Í Ráðhúsi Reykjavíkur stendur nú yfir málþing á vegum Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins (Congress of Local and Regional Authorities). Málþingið er haldið í samstarfi við Reykjavíkurborg og Samband íslenskra sveitarfélaga og er opið öllum.

Frá setningu málþingsins í morgun. Ljósm.: Róbert Reynisson.

Sveitarstjórnarþing Evrópuráðsins er skipað kjörnum fulltrúum af sveitarstjórnar- og millistjórnsýslustigi í aðildarríkjum Evrópuráðsins og er meginhlutverk þess að styrkja staðbundið lýðræði í aðildarríkjum ráðsins. Ísland á þrjá fulltrúa á þinginu sem eru tilnefndir af stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga.

Yfirskriftin er: ”Embedding democratic values at grassroots level”. Fjallað verður um hlutverk sveitarstjórna í að viðhalda lýðræði, mannréttindum og réttarríki.  Málþingið er öllum opið, en kjörnum fulltrúum í sveitarstjórnum og framkvæmdastjórum sveitarfélaga er sérstaklega boðið að taka þátt. 

Málþingið hófst kl. 09:30-13:00 með ávörpum frá Sigurði Inga Jóhannssyni, innviðaráðherra, Leen Verbeek forseta sveitarstjórnarþings Evrópu, Bjørn Berge, aðstoðarframkvæmdastjóra Evrópuráðsins og Degi B. Eggertssyni borgarstjóra.

Við lok málþingsins kl. 12:25 mun Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga flytja lokaávarpið og undirrita sameiginlega yfirlýsingu fyrir hönd sambandsins.