13. feb. 2018

Málefni barna með alvarlegar geðraskanir

Umræðu- og upplýsingafundur um málefni barna með alvarlegar geð- og þroskaraskanir fór fram á Grand hóteli í Reykjavík, föstudaginn 9. febrúar sl. Upptökur frá fundinum má nálgast á vef sambandsins.

Tilgangur fundarins var að kalla saman þá aðila sem koma að málefnum barna með geð- og þrosakaraskanir, en úrlausnarefni innan málaflokksins eru af þeirri stæðargráðu að samstilltra aðgerða er þörf, s.s. vegna sérhæfðra búsetuúrræða, kostnaðarmats og fjármögnunar með hliðsjón af aðkomu félagsþjónustu sveitarfélaga, barnaverndar og uppeldis- og menntastofnana.

Fundurinn var vel sóttur, en til hans voru boðaðir stjórendur hjá ríki og sveitarfélögum sem að málefninu koma og kjörnir fulltrúar.

Fundur-um-stodu-barna-med-alvarlegar-gedraskanir_022018