Málafjöld á Alþingi

Á vorin eykst jafnan sá fjöldi mála sem bíður atkvæðagreiðslu á Alþingi. Í kjölfarið fer jafnframt þeim umsögnum fjölgandi sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir frá sér. Þetta vorið standa sem áður full efni til þess, að sveitarstjórnarfólk fylgist grannt með umsögnum um þau mál sem varða sveitarfélögin. Hér má nálgast á einum stað allar umsagnir sambandsins.

Á vorin eykst jafnan sá fjöldi mála sem bíður atkvæðagreiðslu á Alþingi. Í kjölfarið fer jafnframt þeim umsögnum fjölgandi sem Samband íslenskra sveitarfélaga sendir frá sér. Þetta vorið standa sem áður full efni til þess, að sveitarstjórnarfólk fylgist grannt með umsögnum um þau mál sem varða sveitarfélögin. Hér má nálgast á einum stað allar umsagnir sambandsins.

Á meðal þeirra mála sem komin eru með umsögn má nefna raforkupakka (3 mál), breytingu á lögum um veitngastaði, gististaði og skemmtanahald, lög um menntun, hæfni og ráðningu kennara og skólastjórnenda og efnalög.

Verið er síðan að vinna að fjölmörgum öðrum umsögnum, þ.á.m. um mat á umhverfisáhrifum, þjóðgarðastofnun og þjóðgarða og upplýsingalög.