Út er komið upplýsingaritið „Lykiltölur úr rekstri sveitarfélaga 2019“. Þar er að finna ýmsar lykiltölur um fjármál, grunnskóla, leikskóla og félagsþjónustu. Hér um að ræða öðruvísi nálgun á birtingu gagna.
Sérstakt landakort var búið til sem sýnir sveitarfélögin í landinu. Settar voru inn á kortið hinar ýmsar lykiltölur en með því er hægt sjá landfræðilega hvernig staðan er hjá sveitarfélögunum sem lykiltölurnar segja til um. Áhugavert er að flétta þessu riti og sjá hvernig landið liggur í hinum ýmsu málaflokkum.