Komið er út yfirlit yfir lykiltölur um skólahald í leik- og grunnskólum vegna ársins 2019.
Um er að ræða fjölbreytt safn lykiltalna. Má þar nefna menntun starfsfólks, fjölda stöðugilda, resktrarkostnað á hvern nemanda/heilsdagsígildi og svo kostnað vegna fræðslumála sem hlutfall af skatttekjum sveitarfélaga. Árið 2019 vörðu sveitarfélög að meðaltali um 47% skatttekna sinna til reksturs leik- og grunnskóla.