12. sep. 2017

Sveitarstjórnarkosningar 2018 í deiglunni

  • jafnretti

Jöfnum leikinnJöfnum leikinn er yfirskrift landsfundar sveitarfélaga um jafnréttismál sem fram fer í Stykkishólmi þann 15. sept. nk. Sveitarstjórnarkosningarnar á næsta ári verða í deiglu landsfundarins ásamt öðrum áhugaverðum og brýnum málefnum líðandi stundar.

Þingið hefst klukkan 10:00 árdegis með ávarpi Sturlu Böðvarssonar, bæjarstjóra á Stykkishólmi. Tryggvi Hallgrímsson og Bergljót Þrastadóttir, sérfræðingar hjá Jafnréttissstofu, fjalla því næst um komandi kosningar og  Fríða Rós Valdimarsdóttir, einnig hjá Jafnréttisstofnu, fjallar um samstarfsverkefni gegn ofbeldi í nánum samböndum. Að því búnu mun Drífa Snædal, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, greina kynjamyndir í ferðaþjónustu.

Þá verður hefðbundin kynning á jafnréttisstarfi sveitarfélaga og farið verður í áhugaverðar vinnustofur. Lokaorðið hefur hins vegar Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, sem slíta mun þinginu um kl. 16:00.