06. okt. 2014

Tilnefninga óskað vegna nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.

Þrjú verkefni hafa fengið verðlaunin auk þess sem tólf önnur framúrskarandi verkefni hafa fengið sérstakar viðurkenningar. Allar ríkisstofnanir, ráðuneyti og sveitarfélög landsins geta tekið þátt og tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlaunanna.

Nýsköpun í opinberum rekstri hefur líklega aldrei verið mikilvægari en nú. Ríki og sveitarfélög um allan heim standa frammi fyrir risavöxnum áskorunum vegna öldrunar íbúa og minnkandi skatttekna um leið og íbúar gera stöðugt meiri kröfur um þjónustu sem sniðin er að þörfum hvers og eins. Til að dæmið gangi upp verða opinberir aðilar að fara að hugsa út fyrir rammann og skapa nýja aðferðir við að veita opinbera þjónustu. 

Óskað er eftir tilnefningum til nýsköpunarverðlaunanna sem veitt verða í janúar 2015. Tilnefningar ásamt rökstuðningi skulu sendar á vefpóstfangið: nyskopun@fjr.is, Skilafrestur tilnefninga er til 7. nóvember 2014. 
Verkefnin og frekari upplýsingar um nýsköpun í opinberum rekstri má nálgast á vefsíðunni

Nýsköpunarverðlaun í opinberri þjónustu og stjórnsýslu verða veitt í fjórða sinn 23. janúar nk. Á síðustu þremur árum hafa um 140 verkefni verið tilnefnd til nýsköpunarverðlaunanna.