26. mar. 2013

Morgunverðafundir um menntun innflytjenda

  • Trompetleikari_litil

Fyrirhuguð er morgunverðarfundaröð, í framhaldi af HringÞingi um menntun innflytjenda, í samstarfi mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga, Fjölmenningarseturs og Reykjavíkurborgar
Fyrsti morgunverðarfundurinn verður haldinn föstudaginn 5. apríl kl. 8-10 á Grand hótel Reykjavík.

Öflug náms- og starfsfræðsla – brú milli grunn- og framhaldsskóla – Leiðir til að tryggja aðgengi innflytjenda að fjölbreyttu framhaldsskólanámi og vinna gegn brotthvarfi

Dagskrá:

8.00-8.15     Skráning og morgunverður
8.15-8.20     Setning, Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis
8.20-8.40     Sjónarhorn grunnskóla, Kristín Jóhannesdóttir
8.40-9.00     Sjónarhorn framhaldsskóla, Dagbjört L. Kjartansdóttir
9.00-9.20     Stuðningur við nemendur í MR með íslensku sem annað mál, Guðjón Ragnar Jónasson.
9.20-9.40     Erlendir nemendur sem hafa lokið stúdentsprófi á Íslandi. Hafdís Garðarsdóttir.
9.40-9.55     Umræður á borðum
9.55-10.00   Samantekt og slit, Helga Gunnarsdóttir, framkvæmdarstjóri fjölskyldusviðs Akraness

Fundarstjóri: Björk Óttarsdóttir

Fundurinn er öllum opinn.
Kostnaður 2.300 kr., innifalið er morgunverður.

Einnig verður hægt að fylgjast með fundinum á netinu á vefslóðinni:  http://www.samband.is/um-okkur/bein-utsending/

Næstu fundir í morgunverðarfundarröðinni verða
3. maí - Virkt tvítyngi - íslenskukennsla fyrir nemendur með íslensku sem annað mál og móðurmálskennsla nemenda af erlendum uppruna.
31. maí - Innflytjendur með takmarkaða formlega menntun.
13. júní – Samráðsvettvangur kennsluráðgjafa af öllum skólastigum.