31. okt. 2012

Forvarnardagurinn er í dag

  • forvarnardagurinn_logo_liti

Forvarnardagurinn er nú haldinn í sjöunda sinn og taka rúmlega 130 grunnskólar og allir framhaldsskólar á landinu þátt í honum. Tilgangur hans er að efla viðnám unglinga gegn áfengi og fíkniefnum. Þeir sem standa að deginum eru auk forseta Íslands Íþrótta- og ólympíusamband Íslands, Ungmennafélag Íslands, Skátahreyfingin, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, Félag framhaldsskóla og Rannsóknir og greining en Actavis er bakhjarl verkefnisins.

Nánari upplýsingar um daginn má finna á vefnum http://forvarnardagur.is.