22. ágú. 2012

Nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum

  • Nyskopun
Athygli sveitarfélaga er vakin á því að í ágúst og september leggur www.nyskopunarvefur áherslu á að kynna nýsköpunarverkefni í sveitarfélögum og vísar á tengla um slík árangursrík verkefni hérlendis  og erlendis.  Jafnframt er bent á að sveitarfélög geta tilnefnt verkefni til nýsköpunarverðlauna í opinberri þjónustu og stjórnsýslu til 21. september nk.

Við hvetjum alla sem vinna við málaflokka sveitarstjórna til að skoða upplýsingarnar og láta okkur vita af spennandi nýsköpunarverkefnum sem er í vinnslu innan sveitarfélaganna.