04. júl. 2012

Ungt fólk og lýðræði

  • Ungt-folk

Ungmennaráðstefnan, Ungt fólk og lýðræði, var haldin á Hvolsvelli dagana 29. – 31. apríl 2012. Þetta er í þriðja sinn sem Ungmennafélag Íslands stendur fyrir því að halda ráðstefnuna í þeim tilgangi að styðja við lýðræðislega þátttöku ungs fólks.  Ráðstefnan var bæði fyrir fulltrúa ungmennaráða og starfsmenn þeirra. Boðað var til ráðstefnunnar meðal ungmennaráða sveitarfélaga um allt land, sambandaðila UMFÍ, félagasamtaka og framhaldsskólanema.

Þátttakendur voru 84 frá 26 ungmennaráðum og tveir framhaldsskólanemar. Samband íslenskra sveitarfélaga sendi fulltrúa á staðinn til að taka þátt í ráðstefnunni.

Almenn ánægja var meðal þátttakenda með ráðstefnuna og vonandi er ungmennaráðstefnan, Ungt fólk og lýðræði, búin að skipa fastan sess í stuðningi við ungt fólk til þátttöku í lýðræðislegu samfélagi.

Nú er UMFÍ búið að taka saman skýrslu um ráðstefnuna og þar má meðal annars finna innleggi þeirra sem þátt tóku og umsagnir þeirra.