20. jan. 2012

Akureyrarkaupstaður með besta sveitarfélagavefinn 2011

  • Hugmyndir

Niðurstöður úttektar á opinberum vefjum voru kynntar á fundi í vikunni undir yfirskriftinni: Hvað er spunnið í opinbera vefi 2011? Jafnframt var í fyrsta sinn veitt viðurkenning fyrir bestu vefina. Hlaut vefur Akureyrarkaupstaðar viðurkenninguna besti sveitarfélagavefurinn 2011 og vefur Tryggingastofnunar viðurkenninguna besti ríkisvefurinn 2011.

Innanríkisráðuneyti og Skýrslutæknifélag Íslands stóðu að fundinum en úttekt á opinberum vefjum fór nú fram í fjórða sinn. Í fyrsta skipti eru nú veittar viðurkenningar fyrir besta ríkisvefinn og besta sveitarfélagavefinn.

Nánari upplýsingar um viðurkenningarnar má finna á vef Innanríkisráðuneytisins.