16. apr. 2018

Fyrst til að innleiða barnsáttmála S.þ.

Akureyrarbær lýkur senn innleiðingu á barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna fyrst íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára sem Akureyrarbær hefur unnið að í samstarfi við UNICEF og miðar að því að ryðja öðrum sveitarfélögum braut sem Barnvæn sveitarfélög. Aðferðafræðin sem stuðst er við hefur gert hundruðum sveitarfélaga um allan heim kleift að innleiða barnasáttmálann og uppskera fyrir vikið viðurkenningu UNICEF sem barnvæn eða Child Friendly Cities.

Samningur Akureyrarbæjar og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, um innleiðingu barnasáttmála SÞ í reglur og samþykktir bæjarins var undirritaður í október 2016.

Verkefnið studdist við innleiðingarlíkan barnavænna sveitarfélaga pg sagt er m+amar frá á vefnum barnvaensveitarfelog.is, en  hugmyndafræði þessi alþjóðlega verkefninu Child Friendly Cities, en það hefur verið innleitt í hundruðum sveitarfélaga um allan heim. Sveitarfélög sem taka þátt og innleiða Barnasáttmálann geta hlotið viðurkenningu sem barnvæn sveitarfélög frá UNICEF á Íslandi.

Að sveitarfélag innleiði Barnasáttmálann þýðir að það samþykki að nota sáttmálann sem viðmið í starfi sínu og að forsendur hans gangi sem rauður þráður í gegnum þjónustu þess. Með því móti nýtist sáttmálinn sem gæðastjórnunarverkfæri í stefnumótun og þjónustu.

Ferlið við að gerast barnvænt sveitarfélag krefst pólitískrar skuldbindingar, sem er grundvöllurinn fyrir innleiðingu í viðkomandi sveitarfélagi, ásamt samræmdum aðgerðum þvert á starfssvið þess, að því er fram kemur á vef Akureyrarbæjar.

Childfriendly-cities-building-a-framework