Fréttir og tilkynningar: apríl 2018

Fyrirsagnalisti

25. apr. 2018 : Leyfum börnum að vera börn

Upplýsingatækni- og samfélagsmiðlavæðing síðustu ára heggur í sumum tilvikum nærri þeim rétti sem börn njóta til einkalífs, trúnaðar og sjálfstæðra skoðana. Það gleymist stundum að leyfa börnum að vera börn. Fjallað var um rétt barna í opinberri umfjöllun á morgunverðarfundi Náum áttum, sem var jafnframt síðasti fundur hópsins fyrir sumarhlé.

Nánar...

16. apr. 2018 : Sveitarfélögum fækkar um tvö að kosningum loknum

Kosið verður til 72 sveitarstjórna í 74 sveitarfélögum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Samning Fjarðabyggðar og Breiðdalshrepps var samþykkt nýlega með miklum meirihluta greiddra atkvæða. Í nóvember sl. samþykktu einnig Sandgerði og sveitarfélagið Garður að sameinast.

Nánar...

16. apr. 2018 : Fyrst til að innleiða barnsáttmála S.þ.

Akureyrarbær lýkur senn innleiðingu á barnasáttamála Sameinuðu þjóðanna fyrst íslenskra sveitarfélaga. Um er að ræða tilraunaverkefni til tveggja ára sem Akureyrarbær hefur unnið að í samstarfi við UNICEF og miðar að því að ryðja öðrum sveitarfélögum braut sem Barnvæn sveitarfélög. Aðferðafræðin sem stuðst er við hefur gert hundruðum sveitarfélaga um allan heim kleift að innleiða barnasáttmálann og uppskera fyrir vikið viðurkenningu UNICEF sem barnvæn eða Child Friendly Cities. Nánar...

06. apr. 2018 : Landsþing ungmennahúsa

Landsþing ungmennahúsa fór nýlega fram á Akureyri, en það er einn af þeim árlegu viðburðum sem Samfés gengst fyrir. Markmið landsþingsins er m.a. að gefa starfsfólki og ungu fólki í starfinu tækifæri til að hittast, tengjast, læra af hvert öðru og skiptast á skoðunum. Á meðal þess sem fjallað var um á þinginu voru ungmennahús framtíðarinnar.

Nánar...